
Kolbeinn Ísak Hilmarsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri hjá Svarma og bjóðum við hann velkominn í hópinn! Kolbeinn hefur áður starfað sem flugmaður hjá WOW Air og Flugfélagi íslands ásamt því að vera löggiltur fasteigna og fyrirtækjasali. Tryggvi Stefánsson mun samhliða þessu breytingum færa sig yfir í tæknistjóra félagsins og geta einbett sér frekar að tækniþróun í félaginu.