Fjarkönnun

Svarmi er íslenskt gagnafyrirtæki á sviði fjarkönnunar, sem notast einna helst við gögn frá drónum.

Við göngum stolt til vinnu og erum óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir.

Með nýsköpun að vopni knýjum við fram hæstu mögulegu tíma- og rúmupplausn. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum við að leita lausna og tryggja gögn í hæsta gæðaflokki.

Stjórnenda Teymi

Tryggvi Stefánsson, Svarmi founder and CEO

Tryggvi Stefánsson

Tæknistjóri, stofnandi

MSc., Vélaverkfræði
tryggvi@svarmi.com

Sydney Gunnarson

Rekstrarstjóri, fjarkönnunarsérfræðingur

MSc., Jarðfræði
sydney at svarmi.com

Mynd af Kolbeini

Kolbeinn Ísak Hilmarsson

Framkvæmdastjóri

Atvinnuflugmaður, löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali
kolbeinn@svarmi.com

Hallgrímur Davíð Egilsson

Þróunarstjóri hugbúnaðar

BSc., Vélaverkfræði, BSc., Tölvunarfræði
hallgrimur@svarmi.com

Síðan 2013

Sagan okkar

Svarmi var stofnað árið 2013 af tveimur vélaverkfræðingum með sameiginlegan áhuga á flugi. Báðir stjórnenda höfðu um árabil hannað og smíðað dróna og fjarstýrðar flugvélar þegar þeir ákváðu að gera áhugamál sitt að atvinnu.

Mikið hefur breyst á sviði dróna, framleiðslu þeirra og notkun frá því Svarmi var stofnað og hafa áherslur félagsins færst úr framleiðslu og sölu vélbúnaðar yfir í fjarkönnun með drónum og tengda gagnaþjónustu. Í dag stendur Svarmi framarlega á heimsmælikvarða í öflun, vinnslu og greiningu fjargagna, bæði á sviði vísinda og iðnaðar.